Hugi Þórðarson

Döðlubrauð

Innihald

 • 3 dl vatn
 • 150 gr döðlur
 • 3.5 dl sykur
 • 7 dl hveiti
 • 1 tsk natron
 • 1.5 tsk ger
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 msk smjör (brætt)
 • 1 egg

Aðferð

 1. Koma upp suðu á vatni og setja brytjaðar döðlurnar saman við ásamt sykrinum
 2. þurrefnin, eggið og vanilludroparnir saman við og hræra í vél
 3. Að lokum að setja brætt smjörið útí
 4. Setja í tvö form og bakað í ca. 40-45 mín við 180°hita

Brauðið er gott með smjöri og osti


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.