Fyllt pylsubrauð

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. október 2008.

Afar viðbjóðslegur matur. Þó hugsanlega góður ef klukkan er 5:30 að laugardagsmorgni og þú varst að skríða inn um dyrnar lyktandi af göróttum drykkjum.

Innihald

  • 1/2 laukur, smátt saxaður
  • 2 msk majones
  • 2 msk tómatsósa
  • 2 msk sinnep
  • 150 gr. rifinn ostur
  • 5 vínarpylsur, saxaðar í 1cm bita
  • 5 pylsubrauð

Aðferð

  1. Blandið öllu saman og fyllið pylsubrauðin.
  2. Bakið í ofni þar til brauðin eru fallega gullin.

Njótið best með góðum kóladrykk.


Umsagnir

Engar umsagnir