Hugi Þórðarson

Fyllt pylsubrauð

Afar viðbjóðslegur matur. Þó hugsanlega góður ef klukkan er 5:30 að laugardagsmorgni og þú varst að skríða inn um dyrnar lyktandi af göróttum drykkjum.

Innihald

  • 1/2 laukur, smátt saxaður
  • 2 msk majones
  • 2 msk tómatsósa
  • 2 msk sinnep
  • 150 gr. rifinn ostur
  • 5 vínarpylsur, saxaðar í 1cm bita
  • 5 pylsubrauð

Aðferð

  1. Blandið öllu saman og fyllið pylsubrauðin.
  2. Bakið í ofni þar til brauðin eru fallega gullin.

Njótið best með góðum kóladrykk.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.